1.1 Með því að nota guidetoeurope.com eða önnur vefsvæði tengd Guide to Europe samþykkir þú að vera lagalega bundinn af þessum skilmálum, sem taka þegar gildi. Ef þú ert ekki samþykk(ur) því að vera lagalega bundinn af öllum eftirfylgjandi skilmálum, notaðu þá vinsamlegast ekki Guide to Europe né tengd vefsvæði
1.2 Guide to Europe kann að breyta þessum skilmálum hvenær sem er með því að breyta skilmálasíðunni. Vinsamlega farðu yfir þessa skilmála reglulega til að tryggja að þú sért meðvitaður um hverjar þær breytingar sem Guide to Europe kann að hafa gert. Með því að halda áfram að nota guidetoeurope.com eða annað vefsvæði tengt Guide to Europe eftir að breytingar eru birtar samþykkir þú að vera lagalega bundinn af hinni uppfærðu eða breyttu gerð þessara skilmála.
1.3 Þú samþykkir að nota guidetoeurope.com og önnur vefsvæði tengd Guide to Europe einungis til löglegra nota og á hátt sem ekki brýtur á réttindum neins annars né takmarkar eða hindrar notkun annarra notenda á Guide to Europe.
1.4 Þér er ætlað að nýta guidetoeurope.com eða önnur vefsvæði tengd Guide to Europe til persónulegra nota og/eða að senda heiðarlegar beiðnir um bókun á vörum eða þjónustu sem þar er boðið upp á, eða að selja þá þjónustu sem þú býður. Þú samþykkir að nota ekki þetta vefsvæði til að gera neinar falskar eða sviksamlegar beiðnir né heldur beiðnir sem sendar eru í gróðaskyni. Þú samþykkir að nota hvorki vefskriðil né aðrar sjálfvirkar aðferðir til að tengjast þessu vefsvæði, nema Guide to Europe leyfi það sérstaklega.
a) aðgangi þínum hafi ekki áður verið lokað af Guide to Europe eða þér á annan hátt bannað að nota vefsvæðið
b) þú sért ekki í beinni samkeppni við Guide to Europe
c) þú hafir ekki fleiri en einn notandaaðgang hjá Guide to Europe á hverjum tíma
d) að þú sért til þess bær og hafir heimild til þess að gangast undir þessa skilmála og brjótir ekki með því neinn annan samning sem þú ert aðili að.
1.6 Við gefum þér leyfi til að nota vefsvæðið með þeim takmörkunum sem lýst er í þessum skilmálum. Með því að tengjast vefsvæðinu eða að nota það gætir þú rekist á efni sem er móðgandi, ósiðsamlegt, ónákvæmt, hneykslanlegt eða á annan hátt óviðeigandi. Guide to Europe styður ekki slíkt efni og getur ekki ábyrgst að það sé rétt. Aðgangur þinn og notkun á vefsvæðinu er því á þína eigin ábyrgð.
1.7 Þú mátt ekki afrita, endurgera, endurútgefa, hlaða niður, birta, útvarpa, senda, gera aðgengilegt almenningi eða á neinn annan hátt nota efni sem tilheyrir Guide to Europe (þ.m.t. texta, myndir, vefslóðir, verðupplýsingar o.s.frv.) nema til eigin persónulegra nota. Hvers konar notkun á efni Guide to Europe í atvinnuskyni krefst fyrirfram skriflegs leyfis frá Guide to Europe.